Gæðingamót Funa 16. og 17. ágúst
Gæðingamót Funa fer fram samhliða stórmótinu 16. og 17. ágúst. Ekki verður sérstök úrslitakeppni Funamanna, en farandbikarar Funa verða afhentir efstu Funamönnum í hverri grein.
Gæðingamót Funa fer fram samhliða stórmótinu 16. og 17. ágúst. Ekki verður sérstök úrslitakeppni Funamanna, en farandbikarar Funa verða afhentir efstu Funamönnum í hverri grein.
Nú styttist í opið stórmót hestamanna á Melgerðismelum, en að vanda verður það haldið þriðju helgina í ágúst, nánar tiltekið 16. og 17. ágúst þetta árið. Keppt verður í A- og B-flokki, ungmenna-, unglinga- og barnaflokki og fyrirkomulagið verður þannig að sérstök forkeppni fer fram með þrem keppendum inni á vellinum í einu. Þá verður …
LOKSINS er komið að hinum árlegu Æskulýðsdögum á Melgerðismelum! En við höfum heyrt að margir ungir knapar séu búnir að bíða mjög spenntir alveg síðan það tók að vora 😉 Að venju er þetta þriðja helgin í júlí, að þessu sinni 18. – 20. júlí, og er dagskráin eftirfarandi: Föstudagskvöldið 18. júlí: Skemmtunin byrjar með …
Opnað hefur verið fyrir skráningu á Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Eins og undanfarin ár geta keppendur skráð sig sjálfir í gegnum skráningarkerfi Unglingalandsmótsins www.umfi.is. Mótsgjald er kr. 6.000.- á hvern einstakling 11 – 18 ára sem skráir sig til keppni. Aðrir greiða ekkert gjald en þó geta þeir tekið þátt …
Skráning á Unglingalandsmót UMFÍ um verslunarmannahelgina Read More »
Skráning fyrir þolreiðina í ár er hafin, gott væri ef hvert félag gæti útvegað um 1-2 lið til að taka þátt (2 í hverju liði). Mæting verður í Reiðhöll Sleipnis kl. 11 á laugardaginn. Fyrri liðsmaðurinn ríður frá Sleipni og upp að Þjórsárbrú þar sem hinn liðsmaðurinn tekur við og ríður upp á mótssvæði. Verðlaunaafhending …
Á landsmot.is vefinn eru nú komnar upplýsingar um æfingatíma félaganna frá fimmtudegi til sunnudags: http://www.landsmot.is/is/moya/page/aefingatimar_1 Þar er einnig skjal sem sækja má og prenta út. Tilvalið væri að setja það á heimasíður ykkar félaga, þátttakendum til upplýsinga. Kær kveðja, Hilda Karen
Hrossaræktunarsamband Eyfirðinga og Þingeyinga hefur tekið á leigu stóðhestinn Brag f. Ytra-Hóli, Bragur er undan Rökkva f. Hárlaugsstöðum og Söndru f. Mið-Fossum (Andvaradóttur f. Ey). Bragur er glæsihestur með 8,28 fyrir sköpulag og 8,35 fyrir kosti og aðaleinkunn 8,32. Bragur hefur meðal annars hlotið 9,5 fyrir brokk, stökk og fegurð í reið og 9,0 fyrir …
Ungfolahólf NÁTTFARA 2014 Hrossaræktarfélagið NÁTTFARI býður upp á hagabeit fyrir ungfola. Um er að ræða tvö hólf; annað í Samkomugerði fyrir yngri folana og hitt í Melgerði fyrir þá eldri. Stefnt er að því að sleppa folum sunnudaginn 22.júní milli 20 og 22. Þeir sem vilja nýta sér hagabeitina sendi upplýsingar um fæðingarnúmer, nafn, uppruna, …
Ágætu Funafélagar, hestamenn og sveitungar Laugardaginn 21. júní: • Vinnudagur 13-17: Vinnudagur verður á Melgerðismelum milli kl. 13-17. Farið verður í almenna tiltekt, girðingarvinnu og smíðavinnu. Gott væri ef menn tækju með verkfæri í samræmi við þessi verkefni. • Grill 19-20: Um kvöldið verður grill frá 19-20. Funi sér um meðlætið og að hafa grillið …
Gæðingakeppni/úrtaka fyrir Landsmót, Léttis – Feykis – Funa – Glæsir – Grana – Hrings – Þjálfa – Þráins verður haldin á Hlíðarholtsvelli 14-15. júní. Keppt verður í: A flokkur gæðinga – skráningargjald 3500 kr. B flokkur gæðinga – skráningargjald 3500 kr. Ungmennaflokkur – skráningargjald 3500 kr. Unglingaflokkur – skráningargjald 3500 kr. Barnaflokkur – skráningargjald 3500 …