Bragur frá Ytra-Hóli

Hrossaræktunarsamband Eyfirðinga og Þingeyinga hefur tekið á leigu stóðhestinn Brag f. Ytra-Hóli, Bragur er undan Rökkva f. Hárlaugsstöðum og Söndru f. Mið-Fossum (Andvaradóttur f. Ey). Bragur er glæsihestur með 8,28 fyrir sköpulag og 8,35 fyrir kosti og aðaleinkunn 8,32.

Bragur hefur meðal annars hlotið 9,5 fyrir brokk, stökk og fegurð í reið og 9,0 fyrir samræmi, tölt og vilja og geðslag.

Bragur verður í hólfi á Ytri-Bægisá hjá Hauki og Þorvari frá 8. júlí til 8. ágúst. Gjald fyrir fengna hryssu er 130 þús. með öllu.

Upplýsingar og pöntun er hjá Ríkarði i síma 895 1118 eða á netfangið hafdalhestar@gmail.com

Bragur_Ytra-Holi

Deila: