Melaskjól

MelaskjólMelaskjól er reiðskemma sem byggð var við hesthúsið á Melgerðismelum. Eigendur eru Hestamannafélagið Funi með rétt rúmlega helmings hlut, Hrossaræktarfélagið Náttfari og einstaklingar sem eiga hlut í hesthúsinu, eða ætla að byggja hesthús við reiðskemmuna. Stærð skemmunnar er um 12,6m x 30,6m og er 3m áhorfendaaðstaða í öðrum endanum og verða teknir 3m af hinum endanum undir hnakkageymslur, snyrtingar og sameiginlega kaffistofu fyrir tvö ný hesthús sem verða byggð við vesturenda skemmunnar.

Deila: