Æskan

Hestamannafélgið Funi leggur mikið upp úr því að vera með öflugt æskulýðsstarf. Æskulýðsnefndin sér um að nóg sé í boði fyrir yngstu kynslóðina og stuðlar að því að sem flest börn hafi tækifæri á því að kynnast hestamennsku. Árlega eru haldin reiðnámskeið bæði fyrir byrjendur og lengra komna, farið í sameiginlega reiðtúra, komið saman í Funaborg til að hafa gaman saman og skipuleggja starfið og svo er rúsínan í pylsuendanum hinir árlegu Æskulýðsdagar sem ekkert barn eða foreldri ætti að láta framhjá sér fara.

reiðnámskeiðIMG_2690

Deila: