Funamaðurinn 2024

Kristín Thorberg hefur verið félagsmaður Funa í tæp 50 ár. Starfað sem stjórnarmaður og í flestum nefndum félagsins í gegnum tíðina. Unnið óeigingjarnt sjálfboðaliðastarf meira en margur annar og alltaf boðin og búin að græja og gera fyrir Funa. 2010 á 50 ára afmæli félagsins var Kristín gerð að heiðursfélaga Funa. Á sjálfan brúðkaupsdag þeirra …

Funamaðurinn 2024 Read More »

Íþróttamaður Funa 2024

Viktor Arnbro Þórhallsson Einstaklega eljusamur og kappsamur drengur, stundar hestamennsku af miklum krafti öllum til sóma. Var valinn inn í hóp í Hæfileikamótun LH, Verið í fyrstu sætunum á þeim keppnum sem hann hefur tekið þátt í. Funi er stoltur af sínum knapa og heiðrar hann sem íþróttamaður Funa 2024 Viktor Arnbro Þóhallsson.

Bæjakeppni Funa

Bæjakeppnin var haldin 5. ágúst, 117 bæir tóku þátt. Funi þakkar kærlega fyrir stuðninginn og þakkar öllum sem tóku þátt. Pollaflokkur 10 knapar Pollar fengu allir þátttökupening og einnig fékk Kristín Thorberg að vera með þeim á mynd sem elsti knapi mótsins. Kvennaflokkur 12 knapar 1. sæti Camilla Hoj Aðalstjarna frá Akureyri, keppti fyrir Álfabrekku …

Bæjakeppni Funa Read More »

Bæjakeppni Funa

Bæjakeppni Funa var haldin á Melgerðismelum á Jónsmessunni, en þá voru 45 ár frá því fyrsta bæjakeppnin var haldin. Bæjakeppnin er mikilvæg tekjuöflun fyrir félagið og þökkum við öllum þátttakendum kærlega fyrir stuðninginn. Niðurstöður keppninnar fylgir hér með.

Melgerðismelar 2023

Opið gæðingamót Funa og úrtaka fyrir fjórðungsmót fór fram á Melgerðismelum 18. júní s.l. Niðurstöður mótsins fylgja hér með.

Tölt og kappreiðar

Haldin var töltkeppni og kappreiðar á Melgerðismelum 16. júní s.l. Unnið var við að endurnýja snúrur á kappreiðavellinum alveg fram á seinustu stundu, en mótið gekk ágætlega í blíðaskaparveðri. Niðurstöður mótsins fylgja hér með.