Ungfolahólf NÁTTFARA 2014

Ungfolahólf NÁTTFARA 2014

Hrossaræktarfélagið NÁTTFARI býður upp á hagabeit fyrir ungfola. Um er að ræða tvö hólf; annað í Samkomugerði fyrir yngri folana og hitt í Melgerði fyrir þá eldri. Stefnt er að því að sleppa folum sunnudaginn 22.júní milli 20 og 22. Þeir sem vilja nýta sér hagabeitina sendi upplýsingar um fæðingarnúmer, nafn, uppruna, lit og örmerki á netfangið holsgerdi@simnet.is. Vera folanna í hólfunum er á ábyrgð eigenda/umráðamanna.
Stjórn Náttfara

Deila: