Melgerðismelar 2014 – skráning er hafin

Nú styttist í opið stórmót hestamanna á Melgerðismelum, en að vanda verður það haldið þriðju helgina í ágúst, nánar tiltekið 16. og 17. ágúst þetta árið.

Keppt verður í A- og B-flokki, ungmenna-, unglinga- og barnaflokki og fyrirkomulagið verður þannig að sérstök forkeppni fer fram með þrem keppendum inni á vellinum í einu.

Þá verður keppt í tölti með tvo keppendur inni á velli í forkeppni.

Í kappreiðum verður keppt í 100 m flugskeiði, 150 m skeiði og 250 m skeiði, 300 m stökki og 300 m brokki.

Peningaverðlaun verða í boði í kappreiðunum, 1. verðlaun 15. þús., 2. verðl. 10 þús. og 3. verðlaun 5 þús. kr.

Félagið áskilur sér rétt til að fella niður greinar ef þátttaka verður ekki næg.

Skráningargjald er kr. 2.500- fyrir hverja grein, en skráning fer fram á vefnum á slóðinni http://skraning.sportfengur.com/ en þar þarf að velja félag Funa, fylla út skráninguna, setja í vörukörfu og velja greiðslu með millifærslu. Greiðsla berist á reikning 0162-05-269390 kt. 470792-2219.

Seinasti skráningar- og greiðsludagur er miðvikudagurinn 13. ágúst og eru keppendur hvattir til að skrá sig snemma til að hægt sé að bregðast við vandamálum sem kunna að koma upp.

Mótanefnd Funa

Skeið 2012
Skeið 2012
Deila: