Eins og fram hefur komið verður sérstök forkeppni á mótinu á Melgerðismelum.
Þrír hestar eru í dómi á hringvellinum í einu og riðið er upp á vinstri hönd eins og hér kemur fram:
A-flokkur:
Tveir hringir tölt.
Tveir hringir brokk, frjáls hraði.
Ein umferð skeið, einn og einn í einu.
B-flokkur:
Tveir hringir hægt tölt.
Tveir hringir brokk, frjáls hraði.
Tveir hringir greitt tölt á langhliðum.
Barnaflokkur
Tveir hringir brokk og/eða tölt.
Tvær langhliðar stökk, betri langhlið gildir til einkunnar.
Unglingaflokkur:
Tveir hringir hægt tölt.
Tveir hringir brokk frjáls hraði.
Tvær umferðir yfirferðargangur á langhliðum, annað hvort tölt eða brokk.
Ungmennaflokkur:
Tveir hringir hægt tölt.
Tveir hringir brokk, frjáls hraði.
Tveir hringir greitt tölt á langhliðum.
Nánari upplýsingar um keppnisreglur má sjá hér.