Boðið verður upp á keppni í þolreið á LM

Skráning fyrir þolreiðina í ár er hafin, gott væri ef hvert félag gæti útvegað um 1-2 lið til að taka þátt (2 í hverju liði). Mæting verður í Reiðhöll Sleipnis kl. 11 á laugardaginn. Fyrri liðsmaðurinn ríður frá Sleipni og upp að Þjórsárbrú þar sem hinn liðsmaðurinn tekur við og ríður upp á mótssvæði. Verðlaunaafhending verður klukkan 16 á laugardeginum.
Frestur til að skrá lið er miðvikudagurinn 2. júlí kl. 12.
Kær kveðja,
Jóhanna G.
F.h. Landsmóts hestamanna

Deila: