Félagsfundur

Félagsfundur hjá hestamannafélaginu Funa fimmtudaginn 26. nóvember klukkan 21.00 í Funaborg Fundarefni: • Vetrarstarfið • Framkvæmdir í Funaborg… • Landsmótsumsókn 2020 / 2022 • Önnur mál Fjölmennum og höfum áhrif á vetrarstarf og framtíðaráform. Mikilvægt að formenn nefnda mæti eða sjái til þess að fulltrúar úr nefndum mæti. Stjórnin.

Skil á haustskýrslu

Í samræmi við lög um búfjárhald nr. 38/2013 skulu umráðamenn búfjár árlega skila haustskýrslu fyrir 20. nóvember um búfjáreign, fóður og eftir atvikum landstærðir. Haustskýrslu skal skrá og skila rafrænt á síðunni www.bustofn.is. Aðgengi að www.bustofn.is er fengið með rafrænum lykli ( Íslykill ) og opnast aðgangur þegar kennitala og lykilnúmer hafa verið skráð. Íslykill …

Skil á haustskýrslu Read More »

Úrslit í bæjakeppni Funa 2015.

Viljum við þakka öllum þeim bæjum og húsum sem tóku þátt í bæjakeppninni og styrktu þar með starf hestamannafélagsins Funa. Frábær þáttaka var í pollaflokki í kjölfar byrjendareiðnámskeiðs sem haldið var dagana á undan. Myndir frá reiðnámskeiðinu og bæjakeppninni má sjá hér til vinstri á síðunni undir Myndir í albúmi sem heitir Byrjendareiðnámskeið og bæjakeppni 2015. Úrslit voru …

Úrslit í bæjakeppni Funa 2015. Read More »

Bæjakeppni Funa

Hin árlega bæjakeppni verður haldin á Melgerðismelum laugardaginn 29. ágúst nk. kl. 13.30. Keppt verður í pollaflokki (má teyma undir), barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki, kvennaflokki og karlaflokki. Skráning keppenda er í Funaborg frá 12.30 til 13.30 sama dag. Að lokinni keppni verður hið sívinsæla kaffihlaðborð á sínum stað ásamt verðlaunaafhendingu. Allir velkomnir. Stjórn, mótanefnd og húsnefnd …

Bæjakeppni Funa Read More »

Leiðrétting í B-flokki

Þau leiðu mistök urðu í gær að úrslit í B-flokki voru ekki rétt. Búið er að leiðrétta þau í fréttinni hér á undan. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum, en þau skrifast algjörlega á Jónas í Litla-Dal sem vonar að honum verði fyrigefin þessi fljótfærni.    

Melgerðismelar 2015 – niðurstöður

Lokið er árlegu móti Funa á Melgerðismelum í ágætu veðri eins og oftast er þegar mót þetta er haldið. Mótið var jafnframt gæðingakeppni Funa. Þátttaka var minni en vanalega og er samkeppnin orðin mikil. Styrktaraðilar mótsins voru Lífland, Eimskip og Bústólpi sem kostuðu verðlaun á mótinu og auk þess gaf Gestur Júlíusson dýralæknir peningaverðlaun í …

Melgerðismelar 2015 – niðurstöður Read More »

Ráslistar

Kvöldmaturinn er seint hjá sumum yfir hábjargræðistímann, en listann góða má sjá með því að smella hér. Athugið að dagskráin hefur breyttst lítillega því ungmennaflokkurinn dettur út.

Melgerðismelar 2015 – Dagskrá

Dagskrá opna gæðingamótsins á Melgerðismelum er eftirfarandi: Melgerðismelar 2015 – Dagskrá Laugardagur 15. ágúst kl. 13:30 forkeppni: B-flokkur Börn A-flokkur kl. 16:30 forkeppni: Tölt Kl. 17 kappreiðar: 300 m stökk 100 m skeið Grill kl. 19:30 Tölt úrslit Sunnudagur 16. ágúst kl. 10 kappreiðar úrslit: 300 m stökk kl. 10:30 úrslit: B-flokkur Börn A-flokkur Ráslistar …

Melgerðismelar 2015 – Dagskrá Read More »

Stórmót Hrings

  Helgina 21.-23. ágúst mun mótanefnd Hrings standa fyrir opnu íþróttamóti á Hringsholtsvelli. Nánari dagskrá verður birt þegar nær dregur. Keppt verður í eftirfarandi greinum: Tölti (T3) opnum flokki, 1. flokki, ungmennaflokki, unglingaflokki, barnaflokki Fimmgangi (F1), opnum flokki, 1. flokki, ungmennaflokki, unglingaflokki Fjórgangi (V2), opnum flokki, 1. flokki, ungmennaflokki, unglingaflokki, barnaflokki 100m skeiði 150m skeiði …

Stórmót Hrings Read More »