Úrslit í bæjakeppni Funa 2015.

Pollaflokkur
Pollaflokkur

Viljum við þakka öllum þeim bæjum og húsum sem tóku þátt í bæjakeppninni og styrktu þar með starf hestamannafélagsins Funa. Frábær þáttaka var í pollaflokki í kjölfar byrjendareiðnámskeiðs sem haldið var dagana á undan. Myndir frá reiðnámskeiðinu og bæjakeppninni má sjá hér til vinstri á síðunni undir Myndir í albúmi sem heitir Byrjendareiðnámskeið og bæjakeppni 2015.

Úrslit voru eftirfarandi:

Barnaflokkur:
1. Kristján Árni Birgisson á Sálmi frá Skriðu, kepptu þeir fyrir Breiðablik.
2. Sindri Snær Stefánsson á Vísi frá Árgerði, kepptu þeir fyrir Samkomugerði 2, Hönnu og Baldvin.
3. Bergþór Bjarmi Ágústsson á Hraftinnu frá Kálfagerði, kepptu þau fyrir Samkomugerði 1.

IMG_4048
Úrslit í barnaflokki

Unglingaflokkur:
1. Sara Þorsteinsdóttir á Gusti frá Grund, kepptu þau fyrir Ytra-Laugaland 2.

IMG_4053
Sara Þorsteinsdóttir, sigurvegari í unglingaflokki, ásamt afa sínum Gunnari Egilson

Í ungmennaflokki var enginn keppandi en bikarinn var dreginn í Kristnes 6, Anna Rappich.

Anna tekur við bikarnum sem
Anna tekur við bikarnum sem dreginn var heim til hennar

Kvennaflokkur:
1. Jóhanna Schulz á Karen frá Árgerði, kepptu þær fyrir Kvist.
2. Rósa Hreinsdóttir á Gusti frá Halldórsstöðum, kepptu þau fyrir Hjallatröð 1.
3. Anna Kristín Árnadóttir á Efa frá Fornhaga 2, kepptu þau fyrir Festarklett.

Úrslit í kvennaflokki
Úrslit í kvennaflokki

Karlaflokkur:
1. Stefán Birgir Stefánsson á Eldborgu frá Litla-Garði, kepptu þau fyrir Holtselsbúið.
2. Sveinn Ingi Kjartansson á Leiru-Björk frá Naustum, kepptu þau fyrir Hjallatröð 2.
3. Jacob-jan Rijnberg á Jarl frá Árgerði, kepptu þeir fyrir Skálpagerði.

IMG_4059
Úrslit í karlaflokki

Farandbikarinn dróst þetta árið á Ytra-Laugaland 2 til Þorgerðar og Daníels.

Bikarhafar úr hverjum flokki og Sara með farandbikarinn
Bikarhafar úr hverjum flokki og Sara með farandbikarinn
Deila: