Reiðnámskeið fyrir vana krakka

Reiðnámskeið fyrir vana krakka verður haldið á Melgerðismelum þriðjudaginn 13., miðvikudaginn 14. og fimmtudaginn 15. ágúst n.k. (kennt á milli mála).  Tveir í einu, hálftíma í senn, undir leiðsögn sem Anna Sonja Ágústsdóttir sér um.  Hver og einn mæti með hest, hjálm, reiðtygi og písk/keyri. Skráning hjá Önnu Sonju í síma 846-1087 sem veitir jafnframt nánari …

Reiðnámskeið fyrir vana krakka Read More »

Melgerðismelar 2013 – skráning er hafin

Að venju verður haldið opið mót hestamanna á Melgerðismelum þriðju helgina í ágúst, nánar tiltekið 17. og 18. ágúst þetta árið. Keppt verður í A- og B-flokki, ungmenna-, unglinga- og barnaflokki og fyrirkomulagið verður þannig að sérstök forkeppni fer fram með þrem keppendum inni á vellinum í einu. Þá verður keppt í tölti með tvo …

Melgerðismelar 2013 – skráning er hafin Read More »

Námskeið fyrir nýja dómara í hestaíþróttum

Dagana 19.-25. ágúst n.k. verður haldið í Reykjavík nýdómaranámskeið fyrir dómara í hestaíþróttum. Funi hefur fengið styrk frá UMSE til að mennta dómara og því er kjörið tækifæri ef einhver félagsmaður hefur hug á að fara á þetta námskeið. Áhugasamir hafi samband við Brynjar í Hólsgerði formann félagsins, en nánari upplýsingar um námskeiði má sjá …

Námskeið fyrir nýja dómara í hestaíþróttum Read More »

Æskulýðsdögum hefur verið frestað fram í ágúst sjá auglýsingu Æskulýðsdagar_auglysing-iii Æskulýðsnefndin

Æskulýðsmót á Melgerðismelum

Æskulýðsmót á Melgerðismelum  26. – 28. JÚLÍ N.K. Fyrir alla hestakrakka sem geta dröslað foreldrum sínum með í útilegu :o) lesa meira um Æskulýðsdagar_auglysing-i

Námskeið fyrir óvana krakka

Námskeið fyrir óvana krakka/unglinga. Um er að ræða 3 skipti, þriðjudaginn 23., miðvikudaginn 24. og fimmtudaginn 25. júlí n.k. Námskeiðið verður haldið á Melgerðismelum, mæting við hesthús/rétt. Hross, reiðtygi og hjálmar verða á staðnum. Námskeiðið er í boði hestamannafélagsins FUNA. Hámark 12 komast að á námskeiðið à fyrstir skrá, fyrstir fá ! Áhugasamir skrái sig …

Námskeið fyrir óvana krakka Read More »

Félagsfundur Melgerðismela s.f. 8. júlí kl 20:30

Stjórn Melgerðismela s.f. boðar félagsmenn Funa ogLéttis til fundar í Funaborg á Melgerðismelum mánudaginn 08.júlí kl. 20:30. Efni fundarins: •                          Slit á Melgerðismelum s.f. og skipting eigna milli Funa og Léttis •                          Samkomulag um nýtingu Melgerðismela Stjórn Melgerðismela

Fjölskyldureiðtúr

Fjölskyldureiðtúr. Hestamannafélagið Funi stendur fyrir fjölskyldureiðtúr inn á Eyjafjarðardal laugardaginn 6 júlí nk. kl. 13.00. Um er að ræða léttan reiðtúr eftir góðum reiðgötum í fylgd með heimamönnum. Áætlaður ferðatími er 3 til 4 klst. og verður lagt af stað frá Hólsgerði. Allir hestfærir einstaklingar eru velkomnir með í ferðina. Hægt er að fá hólf …

Fjölskyldureiðtúr Read More »

Íslandsmót 18.-21. júlí á Akureyri

  Íslandsmót Yngri flokka 2013: Orðsending til keppenda   Íslandsmót yngri flokka verður haldið á Akureyri 18. – 21. júlí. Huga þarf að mörgu áður en lagt er af stað í svona mót og því viljum við benda knöpum á að gera eftirfarandi.