Reiðnámskeið fyrir vana krakka

IMG_4809 (800x599)

Reiðnámskeið fyrir vana krakka verður haldið á Melgerðismelum þriðjudaginn 13., miðvikudaginn 14. og fimmtudaginn 15. ágúst n.k. (kennt á milli mála).  Tveir í einu, hálftíma í senn, undir leiðsögn sem Anna Sonja Ágústsdóttir sér um.  Hver og einn mæti með hest, hjálm, reiðtygi og písk/keyri.

Skráning hjá Önnu Sonju í síma 846-1087 sem veitir jafnframt nánari upplýsingar.  Funi greiðir þátttökugjald fyrir sína félagsmenn.

Takmarkaður fjöldi, fyrstir skrá – fyrstir fá !  Á námskeiðinu verður farið yfir leiðtogaæfingar (styrkir samband knapa og hests) og námskeiðið nýtist einnig sem undirbúningur fyrir keppnir fyrir þá sem það vilja.

Við minnum jafnframt á viðburði á Melgerðismelum í ágúst:

Stórmót 17.-18. ágúst

Æskulýðsdagar (var frestað um daginn) 23. og 24. ágúst

Bæjakeppni 25. ágúst.      

 

Barna-og unglingaráð

Deila: