Dagana 19.-25. ágúst n.k. verður haldið í Reykjavík nýdómaranámskeið fyrir dómara í hestaíþróttum. Funi hefur fengið styrk frá UMSE til að mennta dómara og því er kjörið tækifæri ef einhver félagsmaður hefur hug á að fara á þetta námskeið. Áhugasamir hafi samband við Brynjar í Hólsgerði formann félagsins, en nánari upplýsingar um námskeiði má sjá á heimasíðu HÍDÍ http://www.hidi.is/