Fjölskyldureiðtúr.
Hestamannafélagið Funi stendur fyrir fjölskyldureiðtúr inn á Eyjafjarðardal
laugardaginn 6 júlí nk. kl. 13.00. Um er að ræða léttan reiðtúr eftir góðum
reiðgötum í fylgd með heimamönnum. Áætlaður ferðatími er 3 til 4 klst. og
verður lagt af stað frá Hólsgerði. Allir hestfærir einstaklingar eru velkomnir
með í ferðina. Hægt er að fá hólf fyrir hross hjá Brynjari í Hólsgerði ef svo ber undir.
Stjórn og ferðanefnd Funa.