Bæjakeppni Funa

Hin árlega bæjakeppni verður haldin á Melgerðismelum laugardaginn 29. ágúst nk. kl. 13.30. Keppt verður í pollaflokki (má teyma undir), barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki, kvennaflokki og karlaflokki. Skráning keppenda er í Funaborg frá 12.30 til 13.30 sama dag. Að lokinni keppni verður hið sívinsæla kaffihlaðborð á sínum stað ásamt verðlaunaafhendingu. Allir velkomnir. Stjórn, mótanefnd og húsnefnd …

Bæjakeppni Funa Read More »

Leiðrétting í B-flokki

Þau leiðu mistök urðu í gær að úrslit í B-flokki voru ekki rétt. Búið er að leiðrétta þau í fréttinni hér á undan. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum, en þau skrifast algjörlega á Jónas í Litla-Dal sem vonar að honum verði fyrigefin þessi fljótfærni.    

Melgerðismelar 2015 – niðurstöður

Lokið er árlegu móti Funa á Melgerðismelum í ágætu veðri eins og oftast er þegar mót þetta er haldið. Mótið var jafnframt gæðingakeppni Funa. Þátttaka var minni en vanalega og er samkeppnin orðin mikil. Styrktaraðilar mótsins voru Lífland, Eimskip og Bústólpi sem kostuðu verðlaun á mótinu og auk þess gaf Gestur Júlíusson dýralæknir peningaverðlaun í …

Melgerðismelar 2015 – niðurstöður Read More »

Ráslistar

Kvöldmaturinn er seint hjá sumum yfir hábjargræðistímann, en listann góða má sjá með því að smella hér. Athugið að dagskráin hefur breyttst lítillega því ungmennaflokkurinn dettur út.

Melgerðismelar 2015 – Dagskrá

Dagskrá opna gæðingamótsins á Melgerðismelum er eftirfarandi: Melgerðismelar 2015 – Dagskrá Laugardagur 15. ágúst kl. 13:30 forkeppni: B-flokkur Börn A-flokkur kl. 16:30 forkeppni: Tölt Kl. 17 kappreiðar: 300 m stökk 100 m skeið Grill kl. 19:30 Tölt úrslit Sunnudagur 16. ágúst kl. 10 kappreiðar úrslit: 300 m stökk kl. 10:30 úrslit: B-flokkur Börn A-flokkur Ráslistar …

Melgerðismelar 2015 – Dagskrá Read More »

Stórmót Hrings

  Helgina 21.-23. ágúst mun mótanefnd Hrings standa fyrir opnu íþróttamóti á Hringsholtsvelli. Nánari dagskrá verður birt þegar nær dregur. Keppt verður í eftirfarandi greinum: Tölti (T3) opnum flokki, 1. flokki, ungmennaflokki, unglingaflokki, barnaflokki Fimmgangi (F1), opnum flokki, 1. flokki, ungmennaflokki, unglingaflokki Fjórgangi (V2), opnum flokki, 1. flokki, ungmennaflokki, unglingaflokki, barnaflokki 100m skeiði 150m skeiði …

Stórmót Hrings Read More »

Melgerðismelar 2015 og gæðingakeppni Funa

Nú er hafin skráning á opið stórmót hestamanna á Melgerðismelum, en það verður haldið næstu helgi, nánar tiltekið 15. og 16. ágúst. Mótið er jafnframt gæðingakeppni Funa. Keppt verður í A- og B-flokki, ungmenna-, unglinga- og barnaflokki og fyrirkomulagið verður þannig að sérstök forkeppni fer fram með þrem keppendum inni á vellinum í einu. Þá …

Melgerðismelar 2015 og gæðingakeppni Funa Read More »

Æskulýðsdagar Norðurlands 2015

Nú er aðeins vika í hina árlegu Æskulýðsdaga á Melgerðismelum sem er fjölskylduskemmtun fyrir alla hestakrakka og opin öllum! Að venju er þetta þriðja helgin í júlí, að þessu sinni 17. – 19. júlí, og er dagskráin eftirfarandi: Föstudagskvöldið 17. júlí: Skemmtunin byrjar með ratleik á hestum um Melana og þurfa knapar að vera tilbúnir á …

Æskulýðsdagar Norðurlands 2015 Read More »

Úrtaka fyrir Fjórðungsmót Austurlands

Úrtaka. Hestamannafélagið Funi verður ekki með sérstaka úrtöku fyrir Fjórðungsmót Austurlands. Þeir sem hafa áhuga á að fá forkeppnisdóma á sín hross er bent á gæðingakeppni Léttis sem verður haldin á Hlíðarholtsvelli 20 – 21 júní nk. Allar nánari upplýsingar er að finna í þessari auglýsingu: Gæðingakeppni Léttis verður haldin á Hlíðarholtsvelli 20-21. júní. Dagsskrá …

Úrtaka fyrir Fjórðungsmót Austurlands Read More »