Melgerðismelar 2010 – Dagskrá

Dagskrá:   Laugardagur 21. ágúst 10:00 B-flokkur 11:00 Barnaflokkur 13:00 Verðlaunaafhending kynbótahrossa 14:30 Unglingaflokkur 15:00 Ungmennaflokkur 16:00 A-flokkur 17:30 Tölt 19:00 Grill 20:00 100m flugskeið Strax á eftir B-úrslit í tölti   Sunnudagur 22. ágúst 10:00 Kappreiðar 13:00 Úrslit í B-flokki Unglingaflokki Barnaflokki Ungmennaflokki A-flokki Pollaflokki A-úrslitum í tölti Áætluð mótsslit eru kl. 17:30 Ráslistar verða birtir …

Melgerðismelar 2010 – Dagskrá Read More »

Vinnudagur á Melgerðismelum

Vinnudagur verður á Melgerðismelum sunnudaginn 15. ágúst og hefst kl. 13. Við þurfum að snúra velli herfa og valta, slá kanta og raka. Mætið með eitthvað af viðeigandi verkfærum og góða skapið að vanda.

Melgerðismelar 2010

Opið stórmót hestamanna verður haldið á Melgerðismelum 21.-22. ágúst. Vegleg peningaverðlaun verða í boði í kappreiðum og tölti.

Vinningsnúmer í happadrættinu

Á handverkshátíðinni 7. ágúst var dregið í happadrætti Funa, eins og útskýrt er í frétt hér neðar. Hryssan valdi reit nr. 37 og hinn heppni miðaeigandi var Stefán Árnason á Punkti og fékk heilan nautakjötsskrokk frá Norðlenska.

Síðsumarsýning kynbótahrossa

Síðsumarsýning verður haldin á Náttfaravellinum á Melgerðismelum 18.-20. ágúst. Skráning í Búgarði, í síma 460 4477, eða á netfangið vignir@bugardur.is.

Nánar um happadrættið

Miðaverð er kr. 5.000- og snýst happadrættið um að í þann reit sem folaldsmerin skítur er 1 nautskrokkur í verðlaun frá Norðlenska, í þann reit sem folaldið skítur er lambsskrokkur í verðlaun frá Norðlenska einnig verða dregnir út aukavinningar t.d. 10 tíma kort í Hrafnagilssundlaugina. Reitirnir verða 98 talsins og verður hver reitur númeraður frá …

Nánar um happadrættið Read More »

Happadrætti Funa

Á handverkshátíðinni stendur Hestamannafélagið Funi fyrir nýstárlegu happadrætti þar sem hryssa og folald velja vinningsreiti innan afmarkaðs svæðis. Veglegir vinningar og takmarkaður miðafjöldi og miðaverð því nokkuð hátt. Biðjum við sveitunga að taka vel á móti sölufólki okkar.

Handverkshátíð 2010

Funi þarf að útvega fólk í miðasölu á Handverkshátíðinni á Hrafnagili mánudaginn 9. ágúst kl. 11.30 – 19.00. Þeir sem eru tilbúnir að taka þetta að sér hafi vinsamlegast samband við Huldu í Kálfagerði í síma 463 1294, 866 9420, eða í tölvupóstfang dvergar@simnet.is . Sjá upplýsingar um handverkshátíðina á heimasíðu hátíðarinnar www.handverkshatid.is

Íslandsmót 2010

Íslandsmótið í hestaíþróttum verður haldið að Sörlastöðum Í Hafnarfirði dagana 25.-28. ágúst. Skráning fer fram hjá aðildarfélögum LH (félög skrá í sportfeng, mótsnúmer er IS2010SOR054). Síðasti skráningardagur er 16. ágúst og skal senda skráningu til Jónasar á tölvupóstfang jonas.vigfusson@gmail.com Skráningargjald er 4.000 krónur. Leggja á inn á reikning 0135-26-002870, kt. 640269-6509 og senda staðfestingu á brs2@hi.is …

Íslandsmót 2010 Read More »