Á handverkshátíðinni 7. ágúst var dregið í happadrætti Funa, eins og útskýrt er í frétt hér neðar.
Hryssan valdi reit nr. 37 og hinn heppni miðaeigandi var Stefán Árnason á Punkti og fékk heilan nautakjötsskrokk frá Norðlenska. Folaldið valdi reit nr. 69, en vinningur var lambsskrokkur frá Norðlenska.
Þá voru dregnir út aukavinningar og eigandi miða nr. 98 fær gistingu í eina nótt fyrir 2 á Öngulsstöðum. Eigendur miða nr. 3, 20 og 48 fá 10 miða sundkort í sundlaugina við Hrafnagilsskóla og eigendur miða nr. 27 og 59 fá 3 lítra af ís frá Holtselshnossi. Heppnir miðaeigendur snúi sér til Huldu formanns í Kálfagerði í síma 463 1294 eða 866 9420.
Hestamannafélagið þakkar öllum þeim sem gáfu vinninga og einnig þeim sem hjálpuðu til við undirbúning og sölu miða.