Síðsumarsýning kynbótahrossa

Síðsumarsýning verður haldin á Náttfaravellinum á Melgerðismelum 18.-20. ágúst. Skráning í Búgarði, í síma 460 4477, eða á netfangið vignir@bugardur.is. Tekið verður við skráningum 11.-13. ágúst. Skráningagjald skal greiða í síðasta lagi 13. ágúst. Gefa þarf upp einstaklingsnúmer við skráningu. Sýningargjald er kr. 14.500 fyrir fulldæmd hross, en kr. 10.000 fyrir hross sem aðeins er skráð í byggingardóm, eða hæfileikadóm. Hægt er að greiða í Búgarði, eða leggja inn á reikning 302-13-200861, kt.490169-1729, og senda kvittun á netfangið vignir@bugardur.is, skýring nafn á hrossi. Munið að kynna ykkur reglur um einstaklingamerkingar, járningar, blóðsýni, DNA-sýni og spattmyndir.

Deila: