Miðaverð er kr. 5.000- og snýst happadrættið um að í þann reit sem folaldsmerin skítur er 1 nautskrokkur í verðlaun frá Norðlenska, í þann reit sem folaldið skítur er lambsskrokkur í verðlaun frá Norðlenska einnig verða dregnir út aukavinningar t.d. 10 tíma kort í Hrafnagilssundlaugina.
Reitirnir verða 98 talsins og verður hver reitur númeraður frá 1 og upp í 98 og happdrættismiði fyrir hvern reit.
Hryssunni og folaldinu verður sleppt á reitina kl. 17 á laugardaginn 7. ágúst svo er bara að bíða og sjá í hvaða reit þau skíta (shit happens).
Þá vantar fólk til að standa í sölubás á hátíðinni og selja happadrættismiða á föstudag frá kl. 11 – 19 og á laugardag frá kl. 12 – 17. Ef þið hafið tök á að koma í 2 – 3 tíma þá væri það magnað og best að vita það sem fyrst. Þeir sem eru tilbúnir að taka þetta að sér hafi vinsamlegast samband við Huldu í Kálfagerði í síma 463 1294, 866 9420, eða í tölvupóstfang dvergar@simnet.is. Einnig minnum við á að það vantar enn fólk í miðasölu á Handverkshátíðinni sjálfri mánudaginn 9. ágúst kl. 11.30-19.