Funaferð

Til stendur að fara í Sörlastaði dagana 9. til 11. júlí n.k. ef næg þátttaka fæst.

Úrtökur falla niður

Vegna fárra skráninga hefur verið hætt við héraðssýningu HEÞ, sem var auglýst hér á vefnum. Þá hefur einnig verið hætt við úrtökur fyrir gæðingakeppnina á landsmótinu, vegna þess að landsmótinu var frestað.

Kæru Funamenn

Við viljum minna ykkur á afmælisfögnuðinn okkar
sem verður 11. júní í Funaborg á Melgerðismelum. Húsið opnar kl 19:30 með fordrykk og borðhaldið hefst kl 20:00.

Héraðssýning HEÞ

Héraðssýning kynbótahrossa verður á Akureyri 7.-11. júní n.k. Tekið er við skráningum í Búgarði, sími 460 4477 eða á netfangið vignir@bugardur.is. Síðasti skráningardagur er 2. júní, sem er jafnframt síðasti greiðsludagur skráningargjalds. Gefa þarf upp einstaklingsnúmer við skráningu. Sýningargjald er kr. 14.500 fyrir fulldæmt hross, en kr. 10.000 fyrir hross sem aðeins er skráð í byggingardóm, …

Héraðssýning HEÞ Read More »

Úrtaka fyrir landsmót

Úrtaka fyrir landsmót verður haldin sameiginlega fyrir Funa, Hring, Létti og Þjálfa undir stjórn Léttis. Haldnar verða 2 úrtökur, 5. júní og líklega 19. júní og verða þær á Hlíðarholtsvelli á Akureyri. A.T.H. að í þetta sinn verður einungis riðin forkeppni. Líklega verða riðin úrslit í seinni úrtökunni. Þeir hestar sem ekki geta mætt núna …

Úrtaka fyrir landsmót Read More »

Fyrsta skóflustunga að nýju hesthúsi

Fyrsta skóflustungan var tekin að nýju hesthúsi Kristínar og Jónasar í Litla-Dal á Melgerðismelum laugardaginn 8. maí s.l. kl. 13:11. Hesthúsið mun koma sunnan við reiðskemmuna Melaskjól og verða eins bygging og stóðhestahúsið.

Vorsýningin – hollaröðun

Það eru 44 hross skráð á kynbótasýninguna á Náttfaravellinum. Dómar hefjast kl. 8:00 miðvikudaginn 12. maí og yfirlitssýning hefst kl. 10:00 fimmtudaginn 13.maí. Hér má sjá hollaröðun.

Kynbótasýning á Náttfaravellinum

Kynbótasýning verður haldin á Melgerðismelum 12.-14. maí. Skráning er í Búgarði, í síma 460 4477, eða á netfangið vignir@bugardur.is. Síðasti skráningardagur er 7. maí, sem jafnframt er síðasti greiðsludagur skráningargjalds. Gefa þarf upp einstaklingsnúmer við skráningu. Sýningargjald er kr. 14.500 fyrir fulldæmd hross, en kr. 10.000 fyrir hross sem aðeins er skráð í byggingardóm, eða …

Kynbótasýning á Náttfaravellinum Read More »