Úrtökur falla niður

Vegna fárra skráninga hefur verið hætt við héraðssýningu HEÞ, sem var auglýst hér á vefnum. Þá hefur einnig verið hætt við úrtökur fyrir gæðingakeppnina á landsmótinu, vegna þess að landsmótinu var frestað.
Við minnun þó á opið stórmót hestamanna, sem verður haldið á Melgerðismelum 21.-22. ágúst, með sama sniði og í fyrra. Keppt verður í öllum flokkum, tölti og kappreiðar. Í fyrra voru peningaverðlaun í kappreiðum og tölti fyrir 320 þús. kr. Varla verða þau minni í ár.
Einnig er stefnt að kynbótasýningu á Náttfaravellinum í vikunni fyrir mótið.

Deila: