Við viljum minna ykkur á afmælisfögnuðinn okkar, sem verður 11. júní í Funaborg á Melgerðismelum. Húsið opnar kl 19:30 með fordrykk og borðhaldið hefst kl 20:00.
Fluttir verða gamlir Funaslagarar og rifjaðir upp gamlir og góðir tímar. Hljómsveitin Cantabil leikur fyrir dansi fram á morgun.
Skráning hjá Hafdísi Dögg hafdisds@simnet.is eða í síma 861 1348, fyrir þriðjudaginn 8. júní.
Frítt fyrir Funamenn og maka og aðra meðan húsrúm leyfir svo endilega skráið ykkur sem fyrst.
Til þess að skemmtunin kosti félagið sem minnst þá leitum við til ykkar félagsmenn góðir eftir lambalærum, bökunarkartöflum og fleiru t.d. grillkol og olía, og öllu sem ykkur dettur í hug að þurfi til að halda góða veislu.
Upplýsingar veitir Hafdís í síma 861 1348 hafdisds@simnet.is og Jónas 861 8286 jonas.vigfusson@gmail.com