Æskan og hesturinn

Barna- og unglingaráð óskar eftir þátttakendum á Æskan og hesturinn sem haldin verður í Svaðastaðahöllinni (á Sauðárkróki) þann 6. maí. Bæði er óskað eftir atriðum og aðilum sem vilja taka þátt í atriðum. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Auðbjörn formann Barna- og unglingaráðs í síma 864-8000 eða á netfangið audbjorn@internet.is sem fyrst. …

Æskan og hesturinn Read More »

Hátíð á Melgerðismelum

Hátíð á Melgerðismelum Eyjafjarðarsveit   Fögnum sumarkomu í Funaborg á Melgerðismelum  23. apríl frá kl 13:30 – 17:00 Í boði verður: Stórglæsilegt kaffihlaðborð að hætti Funamanna, Húsdýrasýning og teymt undir yngstu börnunum. Kvenfélagið Hjálpin heldur flóamarkað þar verður boðið uppá  t.d. fatnað, létt húsgögn, hljómplötur, bækur og margt fleira. Jeppar frá Hjálparsveitinni Dalbjörg til sýnis, …

Hátíð á Melgerðismelum Read More »

Formannaskipti

Á síðasta stjórnarfundi sagði Hulda af sér sem formaður vegna heilsufars og hættir í stjórn. Þorsteinn á Grund kemur inn í stjórnina sem fyrsti varamaður. Valur Ásmundsson tekur við formannssætinu. Við þökkum Huldu fyrir störf hennar og óskum þeim Val og Þorsteini velfarnaðar.

Gjöf til bókasafnsins

Margrét B. Aradóttir og Edda Kamilla Fræðslunefnd Funa bárust góðar gjafir til að færa bókasafninu okkar í Hrafnagilsskóla. Gjafirnar komu frá Birni Eiríkssyni, PlúsFilm og Eiðfaxa . Fræðslunefnd þakkar kærlega fyrir þessar rausnarlegu gjafir og hvetur félagsmenn að skella sér á bókasafnið og birgja sig upp af fróðleik. F.h. Fræðslunefndar Edda Kamilla

Páskabingó

Páskabingó verður haldið í Funaborg Eyjafjarðarsveit Laugardaginn 16. april kl 13:30 Komdu og þú getur unnið páskasteik frá Norðlenska og ásamt mörgum öðrum  glæsilegum vinningum. Spjaldið kostar kr. 500.- og kr. 250.- eftir hlé   Hestamannafélagið Funi