Alþjóðlega NJF-ráðstefnan ”Housing and management of horses in Nordic and Baltic climate” verður haldin á Hótel Loftleiðum dagana 6. og 7. júní nk.
Markmið ráðstefnunnar er að draga saman nýjustu rannsóknarniðurstöður og leiðbeiningar varðandi meðferð hrossa, bæði innan sem utanhúss, með sérstaka áherslu á nærumhverfi bæði hrossa og manna.
Fagsvið ráðstefnunnar verða fjölbreytt og spanna vítt svið eins og sjá má við lestur dagskrár hennar hér.
Á ráðstefnunni munu margir þekktir sérfræðingar í húsvist og aðbúnaði hrossa halda erindi. Aðalfyrirlesarar eru: dr. Eileen Fabian Wheeler (Háskólanum í Pennsylvaníu, Bandaríkjunum – margir þekkja hana sem höfund bóka um hönnun hesthúsa), dr. Eva Søndergaard (Agro Food Park, Danmörku), dr. Knut Bøe (Náttúruvísindaháskólanum í Noregi) og dr. Michael Ventorp (Landbúnaðarháskólanum í Svíþjóð). Auk þess eru fjölmargir aðrir fyrirlesarar, m.a. helstu sérfræðingar Íslands á sviði atferlis og aðbúnaðar hrossa.
Ráðstefnan er ætluð öllu áhugafólki um hross og hestamennsku. Skráðu þig á: www.njf.nu eða með því að senda tölvupóst á ráðstefnustjóra hennar (Snorra Sigurðsson, Landbúnaðarháskóla Íslands): snorri@lbhi.is
Athygli er vakin á því að íslenskir þátttakendur geta fengið 50% afslátt af ráðstefnugjaldi (borga þá 150 Evrur) óski þeir eftir því. Þetta kemur reyndar ekki fram á heimasíðunni, en stjórn ráðstefnunnar tók þessa ákvörðun og mun ráðstefnustjóri hafa samband við alla íslenska þátttakendur og bjóða þessi sérkjör. Viðkomandi skráir sig því eins og um fullt gjald væri að ræða en fær svo afslátt.