ÍSÍ býður upp á hádegisfund miðvikudaginn 18. maí kl kl. 12.00-13.00, nk. í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal.
Rúna H. Hilmarsdóttir mun fjalla um íþróttaþátttöku og brottfall. Rúna mun fara yfir lokaverkefni sitt til meistaraprófs í upplýsingatækni við HÍ, þar sem hún greindi íþróttaþátttöku barna og unglinga fæddra 1990 og 1995 á árunum 1994-2009.
Fundurinn er öllum opinn, sjá nánar hér