Barna- og unglingaráð óskar eftir þátttakendum á Æskan og hesturinn sem haldin verður í Svaðastaðahöllinni (á Sauðárkróki) þann 6. maí. Bæði er óskað eftir atriðum og aðilum sem vilja taka þátt í atriðum.
Áhugasömum er bent á að hafa samband við Auðbjörn formann Barna- og unglingaráðs í síma 864-8000 eða á netfangið audbjorn@internet.is sem fyrst. Æfingar munu hefjast svo fljótt sem auðið er.
Ritstjóri