REIÐNÁMSKEIÐ

Barna- og unglingaráð Funa stendur fyrir reiðnámskeiði, fyrir áhugasama krakka, á Melgerðismelum í apríl (gæti teygst fram í maí). Um er að ræða 4-6 skipti með einhverra daga millibili. Leiðbeinandi verður Anna Sonja Ágústsdóttir, hestafræðingur. Nánari útfærsla fer eftir þátttöku. Sigríður Hólsgerði veitir frekari upplýsingar og tekur á móti skráningu á námskeiðið. Hafið samband í …

REIÐNÁMSKEIÐ Read More »

Framhaldsaðalfundur

Framhaldsaðalfundur Hestamannafélagsins Funa verður í Funaborg þriðjudaginn 3. apríl nk. kl. 20. Að afloknu aðalfundaratriðinu, sem er að samþykkja reikninga sídasta árs, verða Gestur Páll og félagar í Skeiðfélaginu Náttfara með fræðsluerindi um skeið, skeiðþjálfun og skeiðkeppni. Hvetjum alla til að mæta á þennan skemmtilega fund. Stjórnin og fræðslunefndin

Stóðhestaveisla í Skagafirði

Tilkynning : Farin verður rútuferð í Skagafjörð laugardaginn 31.03 nk. og heimsótt hrossabýli, borðað í Ólafshúsi á Sauðárkróki og síðan skellt sér á stóðhestaveisluna í Svaðastaðahöllinni um kvöldið. Áætluð brottför um hádegi á laugardag. Allir skemmtilegir velkomnir og skrái sig á netfangið esteranna@internet.is eða í síma 466-3140 fyrir kl. 20.00 á föstudagskvöld

Félagsmálabikar UMSE – Til hamingju kæru Funafélagar.

Á 91. ársþingi UMSE hlaut Hestamannafélagið Funi Félagsmálabikar UMSE fyrir starfsárið 2011. Þessi viðurkenning er að sjálfsögðu mikill heiður og jafnframt hvatning til að gera enn betur á árinu 2012. Þingið var annars vel sótt af fulltrúum aðildafélaganna og fjöldi einstaklinga sem hlutu viðurkenningu fyrir góðan árangur á árinu. Björgvin Björgvinsson var kjörinn íþróttamaður UMSE, …

Félagsmálabikar UMSE – Til hamingju kæru Funafélagar. Read More »