Náttfaravöllurinn

Náttfaravöllur er völlur sem vígður var sumarið 2009. Hann er sérhannaður völlur til kynbótadóma. Við hönnun vallarins eru tréin á svæðinu notuð til að mynda afmörkun fyrir hrossin. Þau eru höfð við báða enda vallarins og í eyjum sem eru við enda vallarins, en eyjurnar afmarka völlinn og ýmist er hægt að snúa við framan við eyjurnar eða ríða í kring um þær. Með trjánum sjá hrossin fyrir endann á sprettinum og hugsunin er að fyrirbyggja kvíða.

Gott upphitunarsvæði er suður á melunum í skjóli trjánna.

Biggi og Kiljan
Biggi og Kiljan

Hrossaræktarfélagið Náttfari í Eyjafjarðarsveit styrkti byggingu vallarins með rausnarlegu framlagi og er það framtíðarsýn hrossaræktarfélagsins að verði hægt að bjóða upp á dóma á kynbótahrossum í júní og ágúst á hverju ári.

Deila: