Hrossarétt

Hulda í Kálfagerði
Hulda í Kálfagerði athugar bókhaldið

Vegleg hrossarétt var byggð á Melgerðismelum 1998. Almenningur er uppsteyptur með háum veggjum sem mynda gott skjól og eru járndilkar í kring. Þar er hægt að geyma hross þegar sýningar eru á melunum. Almenningurinn er 20m x 40m og er hægt að nota hann til tamninga og þjálfunar.

Stóðið kemur
Hrossin rekin til réttar 2008

Á Melgerðismelum er stærsta hrossaréttin í Eyjafiðri og koma þangað hross af Djúpadal, Sölvadal og Möðruvallafjalli, auk óskilahrossa af öðrum réttum. Réttað er fyrsta laugardag í október og hefjast réttarstörf kl. 13. Funi selur veitingar á réttardaginn. Þá má ekki gleyma réttardansleik Funa í Funaborg að kvöldi réttardagsins og fram á nótt.

Réttarstörf
Réttarstörf
Deila: