Félagsmálabikar UMSE – Til hamingju kæru Funafélagar.

Á 91. ársþingi UMSE hlaut Hestamannafélagið Funi Félagsmálabikar UMSE fyrir starfsárið 2011. Þessi viðurkenning er að sjálfsögðu mikill heiður og jafnframt hvatning til að gera enn betur á árinu 2012. Þingið var annars vel sótt af fulltrúum aðildafélaganna og fjöldi einstaklinga sem hlutu viðurkenningu fyrir góðan árangur á árinu. Björgvin Björgvinsson var kjörinn íþróttamaður UMSE, í öðru sæti var Anna Kristín Friðriksdóttir, hestamannafélaginu Hring og jafnframt hestaíþróttamaður UMSE 2011 og í þriðja sæti var Kristján Godsk Rögnvaldsson. Edda Kamilla var endurkjörin í varastjórn UMSE og situr þar sem Funafélagi.
Frekari fréttir af þinginu og ársskýrslu UMSE verður að finna á heimasíðu UMSE (www.umse.is) innan skamms.

Deila: