Æskan og hesturinn

Barna- og unglingaráð Hestamanna-félagsins FUNA auglýsir eftir áhuga-sömum krökkum/unglingum sem hug hafa á því að taka þátt í atriði fyrir sýninguna “ÆSKAN OG HESTURINN” sem verður haldin í Top Reiter höllinni á Akureyri 5. maí n.k. Anna Sonja Ágústsdóttir hestafræðingur og leiðbeinandi hefur umsjón með atriði/ atriðum. Það er pláss fyrir ALLA, atriðin verða mótuð eftir þáttöku.

ÆSKAN OG HESTURINN er samstarfssýning hestamannafélaganna á Norðurlandi þar sem unga fólkið í viðkomandi félögum er með sýningaratriði á hestum. Sýningin er til skiptis í reiðhöllum á Norðurlandi og í ár verður hún í Top Reiter höllinni á Akureyri. Atriði sýningarinnar eru fjölbreytt og miserfið, háð getu og áhuga þeirra sem taka þátt hverju sinni.

Frekari upplýsingar veitir Sigríður í Hólsgerði í síma 463-1551 eða um netfangið holsgerdi@simnet.is.

Deila: