Léttir lýsir yfir stuðningi við Landsmót á Melgerðismelum

Á liðnum aðalfundi Hestamannafélagsins Léttis var ákveðið að draga til baka umsókn félagsins varðandi Landsmót 2014 á Akureyri og ákveðið var að sækja ekki um fyrir árið 2016. Hins vegar ákvað aðalfundur að lýsa yfir stuðningi við umsókn Funa varðandi Landsmót á Melgerðismelum 2014. Nánar má lesa um frétt á heimasíðu Eiðfaxa.

Fréttaskot stjórnar af starfi Hestamannafélagsins Funa

Funaborg hefur verið mikið í útleigu og notkun í sumar og nettótekjur komnar yfir 600 þús. þökk sé duglegri húsnefnd, tryggð sveitunga og félaga við húsið og svo auðvitað sífellt betra húsnæði. Kvenfélagið Hjálpin lagði til efni og saumaði gardínur í stóra salinn sem hefur auðvitað gjörbreytt útliti hans. Í sumar var sett upp stór …

Fréttaskot stjórnar af starfi Hestamannafélagsins Funa Read More »

KEA styrkir

Styrkir úr menningar- og viðurkenningasjóði KEA voru veittir í 78. sinn í gær. Veittir voru 38 styrkir fyrir alls 6.1 milljón króna en alls bárust 203 umsóknir. Tveir styrkir féllu í hendur hestamanna. Skeiðfélagið Náttfari hlaut 250.000 króna styrk til kaupa á startbásum. Hestamannafélagið Léttir hlaut 200.000 króna styrk til kaupa á kvikmyndavél til að …

KEA styrkir Read More »

Afreksmannasjóður UMSE

Úthlutað er úr Afreksmannasjóði UMSE, 15. desember n.k. Umsóknir sjóðinn skulu berast skrifstofu UMSE fyrir 1.desember. Tilgangur sjóðsins er að styrkja eyfirska afreksmenn til æfinga og keppni. Stjórn sjóðsins er stjórn UMSE og sér hún um úthlutun. Úthlutun úr Afreksmannasjóði skiptist í A og B flokk. Í A flokki hafa þeir rétt til styrkveitinga sem …

Afreksmannasjóður UMSE Read More »

Fræðslufyrirlestur

Fimmtudagskvöldið 1. desember verður fræðslufyrirlestur Funa haldinn að Funaborg kl. 20:30, húsið opnar kl. 20:00. Að þessu sinni verður það Brynjar Skúlason bóndi í Hólsgerði sem mun fjalla um BSc ritgerð sína í hestafræðum. Ritgerðin ber heitið Vöxtur og þroski íslenska hestsins og mun Brynjar fjalla um: • Hvernig hestar vaxa eftir mismunandi skrokkhlutum • …

Fræðslufyrirlestur Read More »

Félagsfundur

Félagsfundur verður haldinn Í Funaborg sunnudaginn 27. nóvember kl. 20.30. Fjallað verður um umsókn Funa um LM 2014 og tekin ákvörðun varðandi umsókn um LM 2016. Farið verður yfir félagsstarfið á árinu og rætt um komandi starfsár. Félagar fjölmennum í Funaborg og höfum áhrif á stefnumótun Funa. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin

Tilkynning til allra nefnda

Í desember mun fræðslunefnd senda út könnun líkt og í fyrra. Þær nefndir sem vilja taka þátt í könnuninni eru beðnar um að senda spurningar sínar á netfangið eddakamilla@hotmail.com fyrir 15. desember. Könnunina frá því í fyrra má finna undir eldri fréttir. F.h. fræðslunefndar Edda Kamilla