HEÞ styður umsókn Funa um LM 2014

Á haustfundi HEÞ 2011 var samþykkt að lýsa yfir stuðningi við umsókn Funa um að halda Landsmót hestamanna 2014 á Melgerðismelum. Samþykktin var gerð í ljósi þess að Hestamannafélagið Léttir ákvað á aðalfundi sínum 23. nóvember s.l. að draga til baka sína umsókn um að halda sama mót en lýsti á téðum fundi stuðningi við Funa um áðurnefnda umsókn. Ályktun haustfundar HEÞ var samþykkt með miklum meirihluta og án mótatkvæðis og hljóðaði svo:

“Haustfundur HEÞ, haldinn í Ljósvetningabúð 24. nóvember 2011, styður umsókn Hestamannafélagsins Funa um að Landsmót hestamanna 2014 verði haldið á Melgerðismelum. Jafnframt minnir fundurinn á samþykkt aðalfundar Félags hrossabænda 2011 þess efnis að landsmót skulu haldin til skiptis á Norðulandi og Suðurlandi. Á Melgerðismelum er frábær aðstaða fyrir landsmót, m.a. með nýjum hestvænum kynbótavelli. Alla aðstöðu fyrir ferðamenn er að finna innan 25 km fjarlægðar frá mótssvæðinu og á Akureyri eru öflugar samgöngumiðstöðvar. Telur fundurinn tímabært að efna aftur til Landsmóts hestamanna á svæði félagssvæði HEÞ.”

Deila: