Fræðslufyrirlestur


Fimmtudagskvöldið 1. desember verður fræðslufyrirlestur Funa haldinn að Funaborg kl. 20:30, húsið opnar kl. 20:00.
Að þessu sinni verður það Brynjar Skúlason bóndi í Hólsgerði sem mun fjalla um BSc ritgerð sína í hestafræðum. Ritgerðin ber heitið Vöxtur og þroski íslenska hestsins og mun Brynjar fjalla um:
• Hvernig hestar vaxa eftir mismunandi skrokkhlutum
• Árstíðabundnar sveiflur í vexti
• Áhrifaþætti vaxtar (fóðrun, erfðir, steinefni ofl.)
• Hvernig íslenski hesturinn hefur stækkað undanfarin ár
• Frekari rannsóknir ofl.

Gunnbjörn Rúnar Ketilsson mun svo vera með kynningu fyrir áhugasama á Forever Living vörunum eftir fyrirlesturinn. En vörurnar hafa reynst vel við hinum ýmsum kvillum hesta.

Frítt er inn á fyrirlesturinn og að sjálfsögðu verður heitt á könnunni.
Allir velkomnir

Fræðslunefnd Funa

Deila: