Framhaldsaðalfundur

Framhaldsaðalfundur hestamannafélagsins Funa verður haldinn í Funaborg  á Melgerðismelum fimmtudaginn 7. apríl kl. 20.30. Dagskrá: Lagabreytingar, starfsáætlun stjórnar og nefnda og önnur mál. Hvetjum félagsmenn til að mæta. Stjórnin.

Páskabingó

PÁSKABINGÓ Verður haldið í Funaborg á Melgerðismelum laugardaginn 26.mars kl 13:30. Spjaldið kostar 500 krónur, 250 krónur eftir hlé. Glæsilegir vinningar í boði. Hestamannafélagið Funi

Aðalfundur

Við minnum á aðalfund Funa sem verður haldinn í Funaborg kl. 20:30 í kvöld. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf, lagabreytingar og önnur mál. Stjórnin

Aðalfundur

Aðalfundur Funa verður haldinn í Funaborg á Melgerðismelum fimmtudaginn 17. mars kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf, lagabreytingar, önnur mál. Stjórnin.

FOLALDASÝNING HROSSA-RÆKTARFÉLAGSINS NÁTTFARA

FOLALDASÝNING HROSSA-RÆKTARFÉLAGSINS NÁTTFARA ……við reynum aftur….. Laugardaginn 27.febrúar n.k. blásum við til leiks að nýju. Hrossaræktarfélagið Náttfari stendur fyrir folaldasýningu í Melaskjóli á Melgerðismelum. Dómari verður Eyþór Einarsson, fyrirkomulagið er með svipuðu sniði og verið hefur: Sköpulag folaldanna dæmt fyrir hádegi (folöldin þurfa að vera komin í hús kl.11:00 sama dag) og eftir hádegi – …

FOLALDASÝNING HROSSA-RÆKTARFÉLAGSINS NÁTTFARA Read More »

Fyrirlestur

Opinn fyrirlestur um tannheilbrigði íslenskra hrossa Sonja Líndal Þórisdóttir frá Lækjamóti, dýralæknir, reiðkennari og tamningamaður mun vera með erindi um tannheilbrigði íslenskra hrossa í Funaborg, félagsheimili hestamannafélagsins Funa á Melgerðismelum, föstudaginn 12. febrúar klukkan 20.00. Efni fyrirlestrarins var viðfangsefni í lokaverkefni Sonju í dýralæknanáminu og spannar hennar starfsvið að stórum hluta í dag. Mikil umræða hefur …

Fyrirlestur Read More »

Jólabingó

Góð mæting á jólabingo Funa Á sunnudaginn var haldið hið árlega jólabingó Funa í Funaborg. Margir voru mættir til að taka þátt í þessum gamla og góða leik. Alltaf gaman að sjá sveitunga og gesti njóta dagsins, fá sér kaffi og spjalla í okkar góða félagsheimili. Við í Funa erum stolt af félagsheimilinu okkar sem …

Jólabingó Read More »

Jólabingó

Jólabingó verður haldið í Funaborg á Melgerðismelum sunnudaginn 29. nóvember kl. 13.30. Spjaldið kostar 500 krónur og eftir hlé 250 krónur. Glæsilegir vinningar í boði. Húsnefnd Funa.