FOLALDASÝNING HROSSA-RÆKTARFÉLAGSINS NÁTTFARA
……við reynum aftur…..
Laugardaginn 27.febrúar n.k. blásum við til leiks að nýju. Hrossaræktarfélagið Náttfari stendur fyrir folaldasýningu í Melaskjóli á Melgerðismelum. Dómari verður Eyþór Einarsson, fyrirkomulagið er með svipuðu sniði og verið hefur: Sköpulag folaldanna dæmt fyrir hádegi (folöldin þurfa að vera komin í hús kl.11:00 sama dag) og eftir hádegi – kl.13:00 – verður sjálf sýningin. Verðlaun verða veitt fyrir efstu folöld í hryssu- og hestaflokki auk þess sem áhorfendur velja glæsilegasta folaldið.
Þá er boðið upp á að skrá til leiks ungfola fædda 2013 og 2014.
Veitingasala verður í Funaborg, opið hús í hádeginu.
Skráning fer fram um netfangið holsgerdi@simnet.is eða í síma 857-5457 í síðasta lagi fimmtudagskvöldið 25.febrúar. Gefa þarf upp nafn, lit, foreldra, rætkanda og eiganda folaldsins/ungfolans.
F.h.stjórnar, Sigríður Hólsgerði