Fyrirlestur

Opinn fyrirlestur um tannheilbrigði íslenskra hrossa

Sonja Líndal Þórisdóttir frá Lækjamóti, dýralæknir, reiðkennari og tamningamaður mun vera með erindi um tannheilbrigði íslenskra hrossa í Funaborg, félagsheimili hestamannafélagsins Funa á Melgerðismelum, föstudaginn 12. febrúar klukkan 20.00. Efni fyrirlestrarins var viðfangsefni í lokaverkefni Sonju í dýralæknanáminu og spannar hennar starfsvið að stórum hluta í dag. Mikil umræða hefur verið um tannheilbrigði, tannröspun og munnáverka á síðustu árum og hvetjum við alla áhugasama til að mæta og kynna sér málið frá hlið dýralæknis, tamningamanns og reiðkennara.

Aðgangseyrir er 500 krónur – allir velkomnir

Fræðslunefnd Funa

Deila: