Góð mæting á jólabingo Funa
Á sunnudaginn var haldið hið árlega jólabingó Funa í Funaborg. Margir voru mættir til að taka þátt í þessum gamla og góða leik. Alltaf gaman að sjá sveitunga og gesti njóta dagsins, fá sér kaffi og spjalla í okkar góða félagsheimili. Við í Funa erum stolt af félagsheimilinu okkar sem hefur verið lagfært mikið á síðustu árum. Þar eru haldin bæði páska- og jólabingó auk fjölmargra annarra viðburða. Mikill fjöldi vinninga var í boði og þökkum við öllum sem söfnuðu og gáfu. Án ykkar væri þetta ekki hægt.