Úrtaka fyrir landsmót
Úrtaka félagsins fyrir landsmót á Hólum 2016 verður sameiginleg með Létti. Úrtakan verður haldin á Hlíðarholtsvelli 11 og 12 júní nk. Allar nánari upplýsingar um málið veitir stjórn og mótanefnd félagsins.
Úrtaka félagsins fyrir landsmót á Hólum 2016 verður sameiginleg með Létti. Úrtakan verður haldin á Hlíðarholtsvelli 11 og 12 júní nk. Allar nánari upplýsingar um málið veitir stjórn og mótanefnd félagsins.
Aldrei er of varlega farið og góð áminning að lesa meðfylgjandi pistil um smitvarnir í hestamennsku. mast
Hestamannafélagið Funi býður börnum, unglingum og ungmennum félagsins upp á ókeypis námskeið í TREC sem hefst með helgina 14.-15. maí næstkomandi. Leiðbeinandi verður Anna Sonja Ágústsdóttir, hestafræðingur, leiðbeinandi og tamningakona. Anna Sonja hefur haldið TREC námskeið bæði hjá Funa og Létti undanfarin ár við góðan orðstýr og hvetjum við sem flesta til að nýta tækifærið …
Óskað er eftir sjálfboðaliðum til að vinna á landsmótinu á Hólum í sumar, nánari upplýsingar má sjá á meðfylgjandi vefslóð: http://www.landsmot.is/is/frettir/sjalfbodalidar-a-lm16-umsoknarfrestur-15.-mai
Fögnum sumarkomu í Funaborg á Melgerðismelum 21. apríl frá kl 13:30 – 17:00 Í boði verður: Stórglæsilegt kaffihlaðborð að hætti Funamanna, Húsdýrasýning og teymt undir yngstu börnunum. Fornbíladeild Bílaklúbbs Akureyrar rennur í hlað á sínum glæsivögnum, Hjalparsveitin Dalbjörg verður með tæki til sýnis Handverksfólk mætir með ýmis handverk t.d. Gler ást, Ljósmyndasýning eftir Ingu Völu …
Aðalfundur Hrossaræktarfélagsins NÁTTFARA verður haldinn fimmtudagskvöldið 14.apríl n.k. í Funaborg kl. 20:30. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Nýir félagar velkomnir. MÆTUM ÖLL ! Stjórnin