TREC námskeið

Hestamannafélagið Funi býður börnum, unglingum og ungmennum félagsins upp á ókeypis námskeið í TREC sem hefst með helgina 14.-15. maí næstkomandi.

Leiðbeinandi verður Anna Sonja Ágústsdóttir, hestafræðingur, leiðbeinandi og tamningakona. Anna Sonja hefur haldið TREC námskeið bæði hjá Funa og Létti undanfarin ár við góðan orðstýr og hvetjum við sem flesta til að nýta tækifærið og prófa þessa hestvænu og skemmtilegu íþrótt.

Námskeiðið verður kennt um helgar, tvo daga í senn, aðra hverja helgi og lýkur helgina 25.-26. júní (helgina fyrir landsmót). Til greina kemur að kenna föstudaga og laugardaga, ef það hentar þáttakendum betur en kennsla á laugardögum og sunnudögum.

Um er að ræða 1 bóklegan tíma, 6 verklega tíma og 1 lokadag þar sem haldin verður opin TREC keppni fyrir alla þá sem vilja spreyta sig. Þáttakendur námskeiðssins ráða því algjörlega hvort þeir vilja taka þátt í keppninni eða ekki.

Námskeiðið er hugsað fyrir breiðan getuhóp knapa og hesta og verður einfaldlega skipt í hópa eftir getu. Námskeiðið verður því sniðið að hverjum og einum og gildir því einu hvort nemendur mæta með hest sem áður hefur verið í TREC eða hest sem er ókunnur íþróttinni. Eina skilyrðið er að geta mætt með hest, reiðtygi og hjálm.

Ath. að ekki er nauðsynlegt að hrossin sé á járnum í fyrstu tímunum, þ.a. ef þið hafið ekki tök á því að koma hrossunum á járn alveg strax þá gerir það ekkert til.

Skráning er hjá Önnu Sonju: annasonja@gmail.com, s:463-1262/846-1087 eða í skilaboðum á facebook.

13010258_10207525335669294_648265649_o13054852_10207525336909325_1697569924_o

Æskulýðsnefnd Funa

Deila: