Messureið frestað

Kæru Funafélagar Messureiðinni er frestað til 27.ágúst ( þegar hitabylgjan er komin) en þá er Séra Hannes til í að messa yfir okkur upp við gömlu Borgarrétt svo við stefnum á að sameina reiðtúrinn eftir Bæjakeppnina og Messureiðina. Kveðja Ferðanefnd Funa

Landsmótsfarar fyrir hönd Funa

A flokkur   Stefán Birgir Stefánsson og Tristan frá árgerði með einkunnina 7.79       B flokkur  Anna Sonja Ágústsdóttir og Hrafntinna frá Kálfagerði með einkunnina 8.01 Unglingaflokkur Örn Ævarsson og Askur frá Fellshlíð og  með einkunnina 7.93 Barnaflokkur Sara Þorsteinsdóttir og Svipur frá Grund með einkunnina 8.12 Til hamingju!

Bæjakeppni Funa frestað fram í ágúst

Vegna kuldatíðar frestast Bæjakeppni Funa og hópreið frá Melgerðismelum fram til 27. ágúst.  Jafnframt er stefnt á  reiðnámskeið fyrir börn og unglinga í ágústmánuði. Keppnin og námskeiðin verður auglýst nánar þegar nær dregur. Sjáumst hress í hitabylgjunni í ágúst. Stjórn Funa

Hvað tefur nú stjórn LH?

Samkvæmt lögum og reglum LH skal ákvörðun um landsmótsstað liggja fyrir a.m.k. fimm árum fyrir það mót sem um ræðir. Það þýðir að ákvörðun um landsmótsstað 2014 hefði átt að liggja fyrir um mánaðamót júní/júlí 2009 og ákvörðun um landsmótsstað 2016 þarf að liggja fyrir áður en landsmótið 2011 hefst á Vindheimamelum. Ákvörðun um landsmótsstað …

Hvað tefur nú stjórn LH? Read More »

Hádegisfundur ÍSÍ

ÍSÍ býður upp á hádegisfund miðvikudaginn 18. maí kl kl. 12.00-13.00, nk. í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal. Rúna H. Hilmarsdóttir mun fjalla um íþróttaþátttöku og brottfall. Rúna mun fara yfir lokaverkefni sitt til meistaraprófs í upplýsingatækni við HÍ, þar sem hún greindi íþróttaþátttöku barna og unglinga fæddra 1990 og 1995 á árunum 1994-2009. Fundurinn er …

Hádegisfundur ÍSÍ Read More »

Ráðstefnuboð

Alþjóðlega NJF-ráðstefnan ”Housing and management of horses in Nordic and Baltic climate” verður haldin á Hótel Loftleiðum dagana 6. og 7. júní nk. Markmið ráðstefnunnar er að draga saman nýjustu rannsóknarniðurstöður og leiðbeiningar varðandi meðferð hrossa, bæði innan sem utanhúss, með sérstaka áherslu á nærumhverfi bæði hrossa og manna. Fagsvið ráðstefnunnar verða fjölbreytt og spanna …

Ráðstefnuboð Read More »