Vaktir á LM 2011

Ágætu Funafélagar

Við óskum eftir starfskröftum ykkar á Landsmóti hestamanna á Vindheimamelum á tímabilinu 26. júní til 3. júlí . Okkur stendur til boða að taka 10 til 20 vaktir sem eru á bilinu 6-10 klukkustundir hver. Nú þegar höfum við mannað nokkrar vaktir en auðvitað viljum við manna fleiri vaktir því þetta gæti verið stór fjáröflun fyrir Funa. Starfsmenn verða að hafa náð 18 ára aldri. Þau störf sem m.a. eru í boði eru: Stóðhestahús, Móttaka hrossa, Skrifstofa, Upplýsingamiðstöð, Hliðvarsla, Fótaskoðun, Kaffivaktin o.fl.

Þeir sem hafa áhuga á að taka vakt eða vaktir á þessu skemmtilega móti hafi samband við Val í tölvupóstinn valur@samherji.is eða í síma 660 90 38. Vinsamlegast tilgreinið hvaða dagar og tími myndi henta best.

Með von um jákvæð viðbrögð og auknar tekjur til Funa

Valur Ásmundsson

Deila: