Forsíða
HEÞ styður umsókn Funa um LM 2014
Á haustfundi HEÞ 2011 var samþykkt að lýsa yfir stuðningi við umsókn Funa um að halda Landsmót hestamanna 2014 á Melgerðismelum. Samþykktin var gerð í ljósi þess að Hestamannafélagið Léttir ákvað á aðalfundi sínum 23. nóvember s.l. að draga til baka sína umsókn um að halda sama mót en lýsti á téðum fundi stuðningi við …
KEA styrkir
Styrkir úr menningar- og viðurkenningasjóði KEA voru veittir í 78. sinn í gær. Veittir voru 38 styrkir fyrir alls 6.1 milljón króna en alls bárust 203 umsóknir. Tveir styrkir féllu í hendur hestamanna. Skeiðfélagið Náttfari hlaut 250.000 króna styrk til kaupa á startbásum. Hestamannafélagið Léttir hlaut 200.000 króna styrk til kaupa á kvikmyndavél til að …
Afreksmannasjóður UMSE
Úthlutað er úr Afreksmannasjóði UMSE, 15. desember n.k. Umsóknir sjóðinn skulu berast skrifstofu UMSE fyrir 1.desember. Tilgangur sjóðsins er að styrkja eyfirska afreksmenn til æfinga og keppni. Stjórn sjóðsins er stjórn UMSE og sér hún um úthlutun. Úthlutun úr Afreksmannasjóði skiptist í A og B flokk. Í A flokki hafa þeir rétt til styrkveitinga sem …
Fræðslufyrirlestur
Fimmtudagskvöldið 1. desember verður fræðslufyrirlestur Funa haldinn að Funaborg kl. 20:30, húsið opnar kl. 20:00. Að þessu sinni verður það Brynjar Skúlason bóndi í Hólsgerði sem mun fjalla um BSc ritgerð sína í hestafræðum. Ritgerðin ber heitið Vöxtur og þroski íslenska hestsins og mun Brynjar fjalla um: • Hvernig hestar vaxa eftir mismunandi skrokkhlutum • …
Félagsfundur
Félagsfundur verður haldinn Í Funaborg sunnudaginn 27. nóvember kl. 20.30. Fjallað verður um umsókn Funa um LM 2014 og tekin ákvörðun varðandi umsókn um LM 2016. Farið verður yfir félagsstarfið á árinu og rætt um komandi starfsár. Félagar fjölmennum í Funaborg og höfum áhrif á stefnumótun Funa. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin
Uppskeruhátíð Léttis og Funa
Uppskeruhátíð Léttis og Funa, Haldin í Jaðri (golfskálanum) laugardagskvöldið 12.nóvember. Húsið opnar kl 19:30 með fordrykk Borðhaldið hefst kl 20:00 Hlaðborð, Spænskur saltfiskur Kjúklingur í svepparjóma Moðsteikt Lambalæri og meðlæti Kaffi Hljómsveitin Í sjöunda himni leikur fyrir dansi Happdrætti, viðurkenningar og tóm gleði Miðaverð kr 5500 Þú tekur með þér drykkjarföng Miðasala er í Fákasporti …