Reiðmaðurinn

Sumardaginn fyrsta útskrifuðum við um 60 nemendur sem hafa stundað nám síðustu tvo vetur í Reiðmanninum, þar á meðal á Akureyri þar sem Erlingur Ingvarsson sá um verklega kennslu. Í samráði við hestamannafélagið á Akureyrarsvæðinu og stjórn Reiðhallarinnar þar hefur verið ákveðið að bjóða námið fram aftur næsta haust! Hér er meðfylgjandi auglýsing um námið …

Reiðmaðurinn Read More »

Æskan og Hesturinn

Sýningin Æskan og hesturinn er á næsta leiti, en hún verður haldin næstkomandi laugardag kl 14:00. Fimmtán krakkar frá Funa eru búnir að vera að æfa fyrir sýninguna og verða með eitt stórt atriði saman og hvetjum við alla til að mæta og sjá afraksturinn. Það er ókeypis aðgangur! Einnig er boðið upp á sameiginlegt …

Æskan og Hesturinn Read More »

Æskan og hesturinn

Önnur æfing fyrir sýninguna Æskan og hesturinn verður föstudaginn 27. apríl milli kl 15:00 og 16:30 í réttinni á MELGERÐISMELUM. Æfingin fer þannig fram að við byrjum á því að æfa prógrammið fótgangandi án hestanna. Svo æfa indíánarnir sig í að stökkva á hestunum og þar á eftir æfa kúrekarnir sinn hluta á hestum. Þessi …

Æskan og hesturinn Read More »

Æfing fyrir Æskan og hesturinn

Fyrsta æfing fyrir sýninguna Æskan og hesturinn, fer fram á þriðjudaginn milli kl 16:00 og 17:00, í Toppreiter höllinni á Akureyri. Best er að krakkarnir séu tilbúnir með hestana sína kl 16 svo að tíminn nýtist sem best. Nánari upplýsingar hjá Önnu Sonju í síma 846-1087.

Umsóknarfrestur í Landsmótssjóð UMSE

 Umsóknarfrestur í Landsmótssjóð UMSE 2009, rennur út 30. apríl 2012 Fyrri úthlutun þessa árs fer fram 1. júní n.k. Sjóðurinn hefur frá stofnun styrkt margvísleg verkefni. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að því að starf UMSE geti í framtíðinni orðið enn öflugara. Sjóðurinn styrkir ýmis verkefni í innra starfi UMSE – svo sem: -Fræðslustarf – …

Umsóknarfrestur í Landsmótssjóð UMSE Read More »

Fögnum sumri og grillum saman

Hestamannafélagið Funi „býður” til grillveislu í Funaborg, föstudagskvöldið 20.apríl, þú kemur með þitt kjöt á grillið og kaupir meðlæti á staðnum. Grillið verður heitt kl 20 Skráning fyrir kl 12, 19.apríl í síma 461 1242, 861 1348 eða á netfangið hafdisds@simnet.is ATH breytt dagsetning! Allir velkomnir Hestamannafélagið Funi