Sumardaginn fyrsta útskrifuðum við um 60 nemendur sem hafa stundað nám síðustu tvo vetur í Reiðmanninum, þar á meðal á Akureyri þar sem Erlingur Ingvarsson sá um verklega kennslu.
Í samráði við hestamannafélagið á Akureyrarsvæðinu og stjórn Reiðhallarinnar þar hefur verið ákveðið að bjóða námið fram aftur næsta haust!
Hér er meðfylgjandi auglýsing um námið Reiðmaðurinn
Námið er fyrir alla áhugasama yfir 16 ára aldri sem stundað hafa útreiðar og hestamennsku sér til ánægju en vilja ná betri tökum á hrossaræktinni og reiðmennskunni.
Námið er metið til framhaldsskólaeininga sem getur komið sér mjög vel fyrir nema á þeim aldri
Allar upplýsingar um námið og umsóknareyðublað sem þarf að prenta út og póstleggja eru á www.lbhi.is/namskeid undir Reiðmaðurinn í vinstri stiku.
Ef eitthvað er óljóst má leita nánari upplýsinga hjá undirritaðri.
Góð kveðja
Ásdís Helga
o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o
Ásdís Helga Bjarnadóttir
Verkefnisstjóri hjá Endurmenntun LbhÍ / Projectmanager of Continuing Education
Landbúnaðarháskóli Íslands / Agricultural University of Iceland
tel: 433 5000 – e-mail: asdish@lbhi.is
www.lbhi.is/namskeid
www.facebook.com/namskeid