Allir krakkar áhugsamir um hesta !
Það verður pizzukvöld í Funaborg föstudaginn 18. maí n.k. kl. 19:00. Auk þess ætlum við að fræðast svolítið um hestinn og sjá myndir frá námskeiðinu frá því um daginn. Þeir krakkar sem luku reiðnámskeiðinu fá afhent þátttökuskjal. Allir krakkar áhugasamir um hesta eru velkomnir. Þátttaka tilkynnist á netfangið holsgerdi@simnet.is í síðasta lagi fimmtudagskvöldið kl. 21:00.
F.h. barna og unglingaráðs hestamannafélagsins Funa, Sigríður í Hólsgerði