Æskan og Hesturinn

Sýningin Æskan og hesturinn er á næsta leiti, en hún verður haldin næstkomandi laugardag kl 14:00. Fimmtán krakkar frá Funa eru búnir að vera að æfa fyrir sýninguna og verða með eitt stórt atriði saman og hvetjum við alla til að mæta og sjá afraksturinn. Það er ókeypis aðgangur! Einnig er boðið upp á sameiginlegt atriði hjá þeim félögum sem taka þátt, fyrir krakka sem hafa ekki verið að æfa fyrir sýninguna og eru kannski ekki mjög vanir og er ennþá hægt að skrá sig í það. Það fer þannig fram að farið verður um höllina á feti og teymt undir þeim sem það vilja og að sjálfsögðu allir hvattir til að mæta í búningum. Ef einhverjir krakkar hafa áhuga á að vera með í þessu atriði þá endilega hafið samband við Önnu Sonju í síma 846-1087.

Til þeirra sem taka þátt í atriðinu frá Funa:
Eins og allir vita þá eigum við æfingu á föstudaginn í Toppreiterhöllinni kl 15:00 og stefnum við á að mæta í búningunum okkar. Svo skilst mér að það eigi að renna öllum atriðum í gegn í nokkurskonar generalprufu á laugardagsmorgun, þ.a. það verður mikið að gera hjá okkur 🙂 Ég er búin að græja tónlistina fyrir atriðið og aldrei að vita nema við prófum að renna þessu í gegn með tónlistinni á föstudaginn. Það verður mikið af krökkum frá nágrannafélögum okkar á Akureyri um helgina þ.a. það verður ekki hægt að ganga að stíunum í reiðhöllinni vísum og því best að allir hugi að því að útvega sér hesthúspláss eða gerði til að geyma hrossin í á milli æfingar og sýningar á laugardaginn. Ef einhverjir eru í vandræðum með að útvega sér pláss þá má hafa samband við Höskuld Jónsson í síma 892-5520.

Kv. Anna Sonja

Deila: