Íslandsmót fullorðinna

Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum haldið á Brávöllum / Selfossi dagana 13.-16. júlí n.k. Skráning fer í gegnum síma og einnig með sendingu tölvupósts á netfangið islandsmot@gmail.com. Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Vaktir á LM 2011

Ágætu Funafélagar Við óskum eftir starfskröftum ykkar á Landsmóti hestamanna á Vindheimamelum á tímabilinu 26. júní til 3. júlí . Okkur stendur til boða að taka 10 til 20 vaktir sem eru á bilinu 6-10 klukkustundir hver. Nú þegar höfum við mannað nokkrar vaktir en auðvitað viljum við manna fleiri vaktir því þetta gæti verið …

Vaktir á LM 2011 Read More »

Fótaskoðun á Landsmóti 2011

Fótaskoðun á Landsmóti hestamanna á Vindheimamelum 2011 og ábendingar varðandi undirbúning. Járningamannafélag Íslands mun hafa umsjón með fótaskoðun á Landsmóti hestamanna 2011 eins og tíðkast hefur á undanförnum landsmótum. Járningamannafélagið vill hvetja aðstandendur hestamannafélaga að kynna sér vel þær vinnureglur sem fótaskoðunarmenn járningarmannafélagsins hafa viðhaft og jafnframt reyna að framfylgja þeim við úrtökur fyrir LM …

Fótaskoðun á Landsmóti 2011 Read More »

Messureið frestað

Kæru Funafélagar Messureiðinni er frestað til 27.ágúst ( þegar hitabylgjan er komin) en þá er Séra Hannes til í að messa yfir okkur upp við gömlu Borgarrétt svo við stefnum á að sameina reiðtúrinn eftir Bæjakeppnina og Messureiðina. Kveðja Ferðanefnd Funa

Landsmótsfarar fyrir hönd Funa

A flokkur   Stefán Birgir Stefánsson og Tristan frá árgerði með einkunnina 7.79       B flokkur  Anna Sonja Ágústsdóttir og Hrafntinna frá Kálfagerði með einkunnina 8.01 Unglingaflokkur Örn Ævarsson og Askur frá Fellshlíð og  með einkunnina 7.93 Barnaflokkur Sara Þorsteinsdóttir og Svipur frá Grund með einkunnina 8.12 Til hamingju!

Bæjakeppni Funa frestað fram í ágúst

Vegna kuldatíðar frestast Bæjakeppni Funa og hópreið frá Melgerðismelum fram til 27. ágúst.  Jafnframt er stefnt á  reiðnámskeið fyrir börn og unglinga í ágústmánuði. Keppnin og námskeiðin verður auglýst nánar þegar nær dregur. Sjáumst hress í hitabylgjunni í ágúst. Stjórn Funa

Hvað tefur nú stjórn LH?

Samkvæmt lögum og reglum LH skal ákvörðun um landsmótsstað liggja fyrir a.m.k. fimm árum fyrir það mót sem um ræðir. Það þýðir að ákvörðun um landsmótsstað 2014 hefði átt að liggja fyrir um mánaðamót júní/júlí 2009 og ákvörðun um landsmótsstað 2016 þarf að liggja fyrir áður en landsmótið 2011 hefst á Vindheimamelum. Ákvörðun um landsmótsstað …

Hvað tefur nú stjórn LH? Read More »