Gæðingakeppni Funa og úrtaka fyrir landsmót verður haldin 13. júní. Keppt verður í öllum flokkum gæðingakeppni, þ.e.a.s. A- og B-flokki, barna-, unglinga- og ungmennaflokki, en félagið á rétt á að senda einn fulltrúa í hverjum flokki. Auk þess verður töltkeppni, opinn flokkur. Skráningargjald er í tölti kr. 1.000-.
Skráning sendist á tölvupóstfangið litli-dalur@litli-dalur.is eða í síma 863-0086 í síðasta lagi 10. júní. Skrá skal IS-nr. hests og kennitölu knapa.
Mótanefnd Funa